Reikningagerð
eins og hún á að vera.
Á sjálfstýringu.
Leysum vandamál
morgundagsins strax í dag.
Miklar breytingar eiga sér nú stað á öllum sviðum fjármála með fleiri reglugerðum og markvissri þróun í átt að stafrænum lausnum og sjálfvirkni. Rafrænir reikningar eru lykillinn að þessum breytingum. Stafrænar lausnir gera fyrirtækjum ekki einungis kleift að uppfylla lagakröfur heldur einnig að auka skilvirkni, bæta upplifun viðskiptavina og verða umhverfisvænni.
Öll þjónusta
á einum stað.
Inexchange býður lausnir fyrir allar gerðir fyrirtækja og stofnana. Kynnið ykkur þjónustu okkar og uppgötvið alla þá möguleika sem eru í boði.
Sending reikninga
Sveigjanleiki í sendingu reikninga óháð því hvort móttakandi er sveitarfélag, fyrirtæki eða einstaklingur. Við afhendum reikninga á því formi sem viðskiptavinur þinn óskar eftir.
Móttaka reikninga
Enginn pappír eða PDF. Við getum varpað pappírs- og PDF-reikningum á rafrænt form sem hægt er að lesa beint inn í bókhaldskerfi, sem eykur skilvirkni.
Rafrænar pantanir
Rafrænar pantanir fyrir alla. Það er einfalt að senda og móttaka pantanir rafrænt með Inexchange. Við getum tengst öllum viðskiptakerfum.

Hraðvirkt, öruggt
og umhverfisvænt
Vertu með í tengslaneti 60.000 fyrirtækja sem hafa hagrætt í rekstri sínum með lausnum Inexchange. Milljónum viðskiptaskjala er miðlað hratt og örugglega í hverri viku. Veldu umhverfisvæna leið til að auka skilvirkni í rekstri.
- 60.000 fyrirtæki í tengslanetinu
Fjöldi viðskiptavina sýnir það traust sem við njótum. Allir kunna að meta örugga og góða þjónustu. - Milljónir viðskiptaskjala í hverri viku
Miðlun skjala, eins og reikninga og pantana, krefst áreiðanlegra lausna. InExchange meðhöndlar og miðlar milljónum viðskiptaskjala í hverri viku. Á öruggan og traustan hátt. - Sjálfbært og umhverfisvænt
Með því að senda og móttaka reikninga og önnur viðskiptaskjöl rafrænt leggjum við okkar af mörkum til að draga úr neikvæðum umhverfisáhrifum.
60.000+ tengd fyrirtæki
Uppgötvaðu
Að senda og taka á móti reikningum á að vera einfalt og þægilegt. Á sama tíma þarf að fylgjast með því sem er að gerast í viðskiptaumhverfi fyrirtækja eins og varðandi lagakröfur, hugtök og fleira.
Rafrænt reikningaflæði
Í stuttu máli er sjálfvirk meðhöndlun reikninga, að senda, móttaka, vinna úr og greiða reikninga á stafrænan hátt. Rafrænu reikningaflæði fylgja margir kostir sem eru útskýrðir nánar hér.

VAT in the Digital Age
Innan fárra ára taka gildi kröfur um stafræna skýrslugerð fyrir viðskipti innan ESB til skattyfirvalda og verður rafræn reikningagerð þá skylda. Nákvæm áætlun hefur verið sett fram í ViDA-pakkanum.

Peppol
Í hnotskurn má segja að Peppol sé staðlað tungumál og flutningsnet fyrir rafræn viðskiptaskjöl sem auðveldar fyrirtækjum að stunda viðskipti rafrænt óháð landamærum og viðskiptakerfum.
Eruð þið tilbúin að taka næsta skref?
Við bjóðum lausnir fyrir alla, allt frá einstaklingsrekstri til stórra fyrirtækja og opinberra stofnana. Skoðaðu kostina.
Það getur verið frá nokkrum mínútum til örfárra daga. Það fer þó eftir aðstæðum hverju sinni. Verkefni eru aðlöguð að þörfum hvers viðskiptavinar fyrir sig.
Ef þið eruð ekki með bókhaldskerfi, er hægt að gefa út og senda reikninga með Inexchange Basic lausninni okkar sem er sérstaklega hönnuð fyrir einyrkja og lítil fyrirtæki. Premium og Enterprise lausnirnar geta tengst við öll helstu viðskiptakerfi.
Já, Premium-þjónustan okkar virkar með öllum helstu viðskiptakerfum. Langflest kerfi eru nú þegar tengd við Inexchange svo það er yfirleitt einfalt að tengjast okkur. Við bjóðum lausnir fyrir alla, allt frá einstaklingsrekstri til stórra fyrirtækja og opinberra aðila.
Connect Once - Reach All þýðir að ykkur dugir að senda reikningana til okkar og við sjáum um rest. Þegar við afhendum móttakanda reikninginn, gætum við þess að reikningurinn sé á því formi sem móttakandinn getur tekið við. Þið þurfið því ekki að hafa áhyggjur af því eða öðrum tæknilegum atriðum.
Já, að senda reikninga rafrænt getur flýtt fyrir greiðslum þar sem móttakandinn fær reikninginn fyrr og getur afgreitt hann hraðar. Stuttur afhendingartími og sjálfvirkur innlestur sparar tíma. Almennt getur greiðslutími styst um þó nokkra daga.